Þorbjörg systir mín átti afmæli í gær. Hún er fjórða í röð systkinanna, og fagnar nú sjö tugum. Hún er alnafna föðurömmu okkar, Þorbjargar Þorkelsdóttur, en frá fyrstu tíð man ég ekki eftir öðru en hún hafi gengið undir gælunafninu Obba. Obba systir.
Þorbjörg er fallegt nafn, bæði sterkt og hljómmikið og ber í sér djúpa merkingu; fyrri liðurinn þor og dug, en sá seinni fórnfýsi, góðvild og hjálpsemi. Það er alveg ótrúlegt hve vel nafnið lýsir persónueinkennum hjúkrunarfræðingsins, móðurinnnar og ömmunnar – systur minnar. Innilega til hamingju með daginn!
OBBA SYSTIR
Ber er hver að baki vel
bróður nema eigi
og sælla daga sakna tel
að systurlausir megi;
þær passa þig sem perlu’ í skel,
og að pund þitt meira vegi.
Gjarn í æskudraumi dvel,
þar daglangt sólin skín.
Svo ljómar næturhiminhvel,
allt hugarangur dvín,
er birtist, með sitt þýða þel,
Þorbjörg, systir mín.