Vorið (góða grænt og) hlýtt?

Mikið er nú fagurt út að líta þessa dagana. Alla vega hérna sunnanlands. Og stúdentar úttöluðu sig í gær, í sjónvarpi allra landsmanna, um prófabölið við þessar aðstæður. Þetta er víst eilífðarmál?

Sólin skín af himni heiðum,
hengir lín á gylltan baug.
Faðminn sýnir foldarbreiðum,
fangar mína innstu taug.

Það er samt ólíklegt að blessaðir stúdentarnir endist lengi úti við:

Værðarfullur vindur ber
um vorið bull og skvaldur.
Gamla rullan, ennþá er
alveg drullukaldur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *