Er Gunnar Þórðarson ekki nógu fínn fyrir elítuna?

Það var loksins gott efni í sjónvarpinu, þegar sýndir voru tveir heimildaþættir um Gunnar Þórðarson.
 
Flestir hafa áttað sig á snilli hans í gegn um langa, fjölbreytta og farsæla tónlistarsögu.
Það sem hreyfði þó hvað mest við mér var upprifjunin á því hvernig hann var með öllu hunsaður af tónlistarelítunni, óskólagenginn og sjálfmenntaður snillingur, þegar hún neitaði að taka óperuna Ragnheiði til sýninga, svo hann varð að sjá um og standa straum af því sjálfur að setja hana á svið í Skálholti.
 

Var hann ekki nógu „menntaður“ og fínn fyrir Íslensku óperuna og hina klassísku háelítu?
 
Ekki þori ég að fullyrða um þetta, óskólagenginn með öllu í tónlistarfræðum, eða hinar raunverulegu ástæður þessarar höfnunar, en vangaveltur í þessa átt frá þeim tíma rifjuðust þó upp við áhorfið.
 
Hvað sem öðru líður er Gunnar Þórðarson án alls vafa í allra fremstu röð íslenskra listamanna – og mun nafn hans uppi meðan landið er byggt og margir langskólaklassíkerar löngu gleymdir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *