Kjartan í Haga botnaður

Kjartan bóndi í Haga laumar að mér fyrripörtum þegar við bræður og frændur komum þar í hrossaragi. Ég skulda honum nú tvo botna og set þessa upp í skuldina:

Kjartan:

Heldur var ég höggvagjarn,

hníflum títt að ota,

Ég:

sálin köld og hrjúf sem hjarn,

hæf til engra nota.

 

Kjartan:

Bjarni hestum einkum ann,

á honum sést þó skína

Ég:

að hann meira meta kann

Möggu, konu sína.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *