Svikið fæði

Þegar fyrstu tillögur að fjárlögum voru kynntar var haft á orði að ábyrgðarmennirnir hugsuðu aðeins um að „elda sínar steikur“. Það sem er í boði fyrir almenning úr eldhúsi stjórnarherranna væri best lýst svona:

Aumt er þeirra eldhúsmakk,
allt er fæðið svikið:
„Eðalsteikin“ úldið hakk,
óæt fyrir vikið.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *