Að lesa og skrifa list er góð

Einn er sá grundvallarmisskilningur sem tröllríður samfélaginu frá æðstu stöðum í ráðuneytum, niður um allt sérfræðingaveldi ríkis og sveitarfélaga, þingmenn, sveitarstjórnir, skólakerfið, stéttarfélög, vinnuveitendasamtök og út í þjóðfélagið:

LESTRARÁTAK.

Læsi verður aldrei tryggt með átaki. Skólarnir þurfa að hafa lestur, venjulegan bóklestur í gamaldags skilningi, hreinan yndislestur, á stundatöflu nemenda langt fram eftir aldri, meira og minna allan grunnskólann að minnsta kosti. Þáttur foreldra verður auðvitað aldrei metinn til álna, en ábyrgð kennara og skólakerfisins er að gefa börnunum nægt rúm og næði til að lesa í stað þess að einblína á allt of fjölbreytt „val“ og aðskiljanlegustu námsgreinar þegar á unga aldri. LESA, SKRIFA, REIKNA. Þessum grunnþáttum VERÐUR AÐ TRYGGJA að öll börn nái góðum tökum á. Ef það tekst þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Ef það tekst ekki er voðinn vís. Svo einfalt er það.

Stöðugur lestur, fyrir börn og barnanna sjálfra, alveg fram á unglingsaldur er mikilvægasta námsgrein grunnskólans og ætti að vera á stundatöflunni daglega fyrstu10 árin. Við höfum of mörg átakanleg dæmi um misheppnað átak til að bæta læsi íslenskra barna til að hunsa lærdóm af þeirri reynslu.

EKKERT LESTRARÁTAK FRAMAR, TAKK FYRIR.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *