Jólakveðja 2017

Drungalegur dagur skammur
deyfir lund og vinnuþrek.
Niður bælir næturhrammur,
niðasvartur, eins og blek.
Huggun er að ljósið lifir,
lengir göngu sína brátt,
vakir lífi öllu yfir,
eflir von og kærleiksmátt.

 

Jólakveðju ég vil senda;
jarðarbúar öðlist frið!
Þeim er eitthvað illt kann henda,
af öllum mætti veitum lið.
Það er list að þola saman,
þraut fær traustur vinur eytt,
maður er víst mannsins gaman,
þó margur hafi rjómann fleytt.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *