Framkvæmd sópunar

Um daginn barst inn um póstlúguna hjá mér fréttabréf frá Sveitarfélaginu Árborg þar sem fram kom að sveitarfélagið hefði samið við ákveðið fyrirtæki um „framkvæmd sópunar“ gatna. Framkvæmdinni var síðan lýst nánar, sem er aukaatriði hér, en þó má geta þess að ekkert var minnst á framkvæmd útboðs vegna framkvæmdarinnar.

Framkvæmd sópunar er mikið þjóðþrifaverk, eins og alþjóð veit, en vandasamt. Oft vakna ég t.d. upp, horfandi niður á hendur mér í óvissu, með kústinn í einari en ryksugubarkann í hinari. Mér er ómögulegt að framkvæma ákvarðanatöku um það hvort ég eigi að ráðast í framkvæmd sópunar eða ryksugunar, þó ljóst sé að löngu tímabært sé að ráðast í slíkar framkvæmdir.

Við þessar aðstæður framkvæmir kona mín jafnan á mér niðurskurð úr snörunni, fljótt og vel, og ég framkvæmi þá vilja hennar.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *