Gamlar hestavísur

Rakst á gamlar vísur sem ég orti um strákana mína og hestana þeirra. Myndirnar sem fylgja eru teknar á Landsmóti hestamanna í Reykjavík árið 2000, af Ragnari á Létti, í B-úrslitum í unglingaflokki, og af Ara á Þokka, fimm vetra gömlum, í keppni í barnaflokki. Léttir var glæsihestur, undan Gjálp, hinni landsfrægu kappreiðameri sem vann marga glæsta sigra á sínum tíma, og Galdri frá Laugarvatni. Hann  fór til Svíþjóðar og er þar með úr sögunni, blessaður. Þokki er undan Hlé frá Þóroddsstöðum, reiðhesti Margrétar hrossabónda þar, og Iðu frá Þorbergsstöðum, mikill uppáhaldshestur og snillingur sem þjónar enn heimilisfólki með miklum sóma, orðinn 17 vetra.

Ragnar og Léttir

Ragnar og Léttir

Töltið settur tifar nett,
taktur réttur undir.
Ragnar Létti langan sprett
leggur sléttar grundir.

 

 

Ari og Þokki

Á tölti hrokkinn liðar lokk,Ari.Þokki
léttast stokkið hefur.
Ara Þokki, fremst í flokk,
flugabrokkið gefur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *