Heimsósómi

Heilbrigðiskerfi á heljarþröm,
höktandi beinagrind.
Menntagyðjan er mergsogin,
máttlaus og næstum blind.
Dómsvaldið í dauðateygjum,
dapurleg hryggðarmynd.
Ríkisútvarpið rekið á gaddinn,
eins og riðuveik, horuð kind.
En framkvæmdavaldið fleytir rjómann
í friði, og leysir vind.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *