Himneskt haust?

Sumarið hefur verið heldur vætusamt, svo jafnvel sækir leiði að besta fólki. Undanfarnir septemberdagar hafa hins vegar verið með ágætum, og þá eru vonirnar fljótar að glæðast:

Sumar bauð það súran kost
að seint úr hug mun líða.
Náði hingað næturfrost.
Nú er sól og blíða.

Það er ei við leiða laust
af langri sumars vætu
en fáum við kannski himneskt haust
með hita og sólarglætu?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *