Sameining, hagræðing og flutningur stofnana

Nú hefur heyrst að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, vilji sameina þrjá skóla á Norðurlandi, Menntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Tröllaskaga og Framhaldsskólann á Húsavík. Þá hefur kvisast út að hann hyggist sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Það hlýtur að vera augljóst að eðlilegt er að flytja MÍ með manni og mús á Sauðárkrók til að  renna styrkari stoðum undir skagfirska efnahagssvæðið – og síðan jafnvel til Rússlands með landbúnaðar og sjávarafurðum héraðsins enda þarf nauðsynlega að bæta menntun í dreifðum byggðum þar eystra.

Varðandi skólana á Akureyri, Tröllaskaga og Húsavík hlýtur að liggja beinast við að flytja þá sameinaða til Hafnarfjarðar – í skiptum fyrir Fiskistofu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *