Samstaðan blífur!

VG, með Steingrím í stafni,
stóð ekki vel undir nafni.
Þó samherja lasti
í samviskukasti,
það er lofsvert – svo Lilja ei kafni.

Þeir ofríkis ráðamenn bogni!
-það rýkur víst sjaldan í logni-
En stormurinn hrífur
og samstaðan blífur
þó samviskan teygist og togni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *