Sannkallað gúmelaði

Bergsveinn Birgisson og Þormóður Torfason fylgdu mér í gegn um jólahátíðina. Það verður að segjast að þeir voru góðir fylgdarmenn. Bergsveinn skrifar góðan texta og saga Þormóðar er forvitnileg, svo ekki sé meira sagt. Þormóður mun hafa verið nánast þagaður í hel af seinni tíma mönnum, sem héldu á móti Árna Magnússyni vel og skilmerkilega á lofti.

Ekki eru til ítarlegar heimildir um alla þætti í sögu Þormóðar og leyfir Bergsveinn sér að skálda í eyðurnar, m.a. samtöl og líklega atburðarás þegar þannig stendur á. Þeim innleggjum sínum gerir höfundur skilmerkilega grein fyrir.

Hvað sem öðru líður eru heimildir nægar til að halda því fram að Þormóður var frumkvöðull í handritarannsóknum og söfnun. Hann er nefndur í framhjáhlaupi í bókmenntasögu, sem hálfgerður svikari við málstaðinn, sennilega af því hann vann fyrir erlent konungsvald, sem ekki var upp á pallborðið á tímum þjóðernisrómantíkur.

En þetta er sem sagt sannkallað gúmelaði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *