Um þá hegðan að hlaupast undan ábyrgð og láta öðrum eftir að halda uppi samfélagsþjónustu en nýta sér hana að fullu eftir sem áður

Sett á haus með svikafléttum

og í sárum þjóðin lá.

Að laga ruglið, launastéttum,

lagt var herðar á.

Lagt var herðar á.

Lagt var herðar á.

Að laga ruglið, launastéttum,

lagt var herðar á.

 

Virtist allt á réttu róli

rummungunum hjá.

Margur þeirra‘ í skattaskjóli

skildingurinn lá.

Skildingurinn lá.

Skildingurinn lá.

Margur þeirra‘ í skattaskjóli

skildingurinn lá.

 

Nú er Bjarni‘ í nokkrum vanda

nú fer að koma‘ í ljós

hvort tíund innan tryggðabanda

var talin „undir rós“.

Talin „undir rós“.

Talin „undir rós“.

Hvort tíund innan tryggðabanda

var talin „undir rós“.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *