Vikan

Út er sofinn, orku með

sem eykur blundur fagur.

Ekkert meira gleður geð

en góður mánudagur.

 

Sýni bæði djörfung, dug,

svo dívan nýta megi.

Fátt eitt meira herðir hug

en hvíld á þriðjudegi.

 

Ég kúri, en seilist til kökunnar

í kyrrð, milli svefnsins og vökunnar.

Hve mildur og fagur

er miðvikudagur

um sláttinn, ef nýttur til slökunar.

 

Fluggreind tík og friðsamleg
til fyrirmyndar oft
svo fimmtudegi fagna ég
með fætur upp í loft.

 

 Við grundun boðorðs guð oft sat,
sem gott er fram að draga:
„Eigðu náðugt eftir mat
alla föstudaga“.

 

Ávallt skaltu leita lags
að losna flest við störfin.
Besta lofgjörð laugardags
er lítil vinnuþörfin.

 

Víst má í því fróun fá,
og finna eflast haginn,
að liggja sínu liði á
langan sunnudaginn.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *