Haust

Gulnuð blöðin
þéttskrifuð annálum,
undarlegum sögum
sem berast með vindinum
utan úr heimi.

Þau bíða örlaga sinna
í sagga
eða sólþurrki
en lenda flest að lokum
í öruggri geymslu
með nákvæmlega útreiknuðu
rakastigi.

Þannig er tryggð
varanleg geymd
hins markverðasta.

Því löngu seinna
verða þessi pergamenti
sprotar nýrra athugana

ný blöð verða þá dregin fram
og ritaðir á þau
nýir annálar
komandi kynslóða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *