„Gylfi konungur réð þar löndum er nú heitir Svíþjóð.“ … „Hann byrjaði ferð sína til Ásgarðs“ … og … „nefndist Gangleri“ (Úr Snorra-Eddu)
			
						
									
								
			
									
			
			
	
	
		
			
				
					
					
	
	
		Lýðræðið hér laga skal,
enn logar frelsisþráin.
Góð næring í þann nestismal
er nýja stjórnarskráin.
 
Lýðræðið er heldur heft,
hækka þyrfti ráin.
Bíður nota, negld og skeft,
nýja stjórnarskráin.
 
Er stýrið brýtur stjórnarlið,
stefnan út í bláinn
réttir nökkva að nýju við
nýja stjórnarskráin.
 
Ef þjóð í bölmóð byltir sér,
bros á vörum dáin,
náðarmeðal nýtast er
nýja stjórnarskráin.
 
Stöðugt milli þrætuþings
og þjóðar, breikkum gjána
en náttum innan náins hrings
með nýju stjórnarskrána.