Nýja stjórnarskráin

Lýðræðið hér laga skal,

enn logar frelsisþráin.

Góð næring í þann nestismal

er nýja stjórnarskráin.

 

Lýðræðið er heldur heft,

hækka þyrfti ráin.

Bíður nota, negld og skeft,

nýja stjórnarskráin.

 

Er stýrið brýtur stjórnarlið,

stefnan út í bláinn

réttir nökkva að nýju við

nýja stjórnarskráin.

 

Ef þjóð í bölmóð byltir sér,

bros á vörum dáin,

náðarmeðal nýtast er

nýja stjórnarskráin.

 

Stöðugt milli þrætuþings

og þjóðar, breikkum gjána

en náttum innan náins hrings

með nýju stjórnarskrána.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *