Sproti

Meðfylgjandi mynd sendi Hreinn bróðir af Sprota sínum, syni Spátu (dóttur Galdurs og Spár) og Þórodds. Þarna er folinn á frumstigi tamningar og leynir sér ekki mýktin í spori og glæsileikinn í framgöngu. Sendi honum eina vísu:

Prúður gengur folinn frjáls
fögrum litnum skartar.
Með vind í faxi vefur háls,
vonir kveikir bjartar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *