Fyrsti desember 2018

Fyrsti des. er fagur runninn,

fögnum stolt við þjóðarbrunninn.

Þó fullveldis við fengjum grunninn

fyrir hundrað árum

lokasigur ei er unninn.

Þó að eigin flaggi fána,

fóstri heita afreksþrána,

þá efstu þarf hún yfir rána,

ófleyg þjóð í sárum:

Staðfesta nýju stjórnarskrána!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *