Kjarasamningar framhaldsskólakennara eru runnir út. Stéttin er því samningslaus. Samningaviðræður hafa engum árangri skilað og deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Hann hefur ekki náð neinum árangri enn. Kennarar funduðu í gær í öllum skólum og mikil samstaða ríkir meðal þeirra um grundvallaratriðin. Launin eru óboðleg og hafa þegar valdið því að fjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið og nýliðun í kennarastéttinni er léleg. Meðalaldur framhaldsskólakennara er 56 ár. Framhaldsskólanemendur munu ekki velja kennaranám að loknu stúdentsprófi þegar þeir sjá að byrjunarlaunin sem nýliðum bjóðast eftir 5 ára háskólanám og masterspróf eru 300.000 krónur. Þeir velja sér annað starfsnám. Yngstu kennararnir munu flýja skólana. Fjöldi kennara fer á eftirlaun á næsta áratug. Engir koma í staðinn og skólarnir standa auðir. Halda áfram að lesa
Til varnar framhaldsskólunum
Tilvitnun
Svara