Skipulagsslys handa framhaldsskólum

NÝTT STJÓRNSÝSLUSTIG:
Svæðisskrifstofur sérfræðinga fyrir framhaldsskólana
 
Í gær tilkynnti barna- og menntamálaráðuneytið að væntanlegar væru kerfisbreytingar á rekstri opinberra framhaldsskóla. Stefnt væri að því að stofna fjórar til sex svæðisskrifstofur sem tækju við „stjórnsýsluhluta stjórnunar“ skólanna, og einhverju fleiru.
 
Hvað þýðir þetta? Hver er stjórnsýsluhluti stjórnunar?
 

Halda áfram að lesa

Er menntun besta betrunin

Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um fangelsismál í fjölmiðlum. Þátturinn Kveikur á RÚV 30. janúar sl. var lagður undir málefnið undir fyrirsögninni „Fangar í óboðlegum aðstæðum“, í mörgum þáttum á Samstöðinni og í Heimildinni hefur verið fjallað um stöðu og aðbúnað fanga, og svört skýrsla ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun var til umfjöllunar í flestum fjölmiðlum skömmu fyrir síðustu áramót. Halda áfram að lesa