„Enginn er bara fangi eða glæpamaður“

EPEA er skammstöfun fyrir European Prison Education Association. Samtök þessi eru borin uppi af sjálfboðaliðum, fólki sem er flest í fullri vinnu annarsstaðar, og eiga því allt sitt undir hugsjónum, eldmóði og seiglu einstaklinga, sem í langflestum tilvikum vinna, eða hafa unnið, í fangelsum vítt og breitt um Evrópu. Þar kennir margra grasa; skólafólk, heilbrigðisstarfsfólk, fólk úr stjórnsýslu, fangaverðir, stjórnendur, listamenn o.s.frv. Halda áfram að lesa

Af skapvonsku

Birt á Facebook 19.11.2025
Hagsmunapot við heimaþil
hleypir öllu‘ í kekki.
Leyndarhyggjulaumuspil
líða megum ekki.
 
Ég var á kóræfingu og sat í grandaleysi, fyrir upphaf æfingar, með félaga mínum að ræða málefni kórsins og dagskrána framundan, þegar vatt sér að okkur háttsettur opinber aðili og skvetti því framan í mig í vitna viðurvist að ég væri „skapvondasti maðurinn í Bláskógabyggð“, eins og það var orðað. Þetta kom mér vissulega í opna skjöldu, þar sem ég taldi mig vera á nokkuð „vernduðu svæði“ fyrir pólitískum átökum, í mínu frístunda- og félagsstarfi, og varð því svarafátt.

Halda áfram að lesa

Af „réttri klukku“

Birt á Facebokk 8.11.2025
 
Hvorki er ég sérfræðingur né sérstakur áhugamaður um nokkrun skapaðan hlut. En tel mig þó hafa einhverja dómgreind. Á grunni hennar, og ríflega 6 áratuga eigin reynslu, hef ég ályktað sem svo að meiri birta sé betri en minni. Og að betra sé að njóta náttúrulegrar birtu þær stundir sem gefast til frjálsrar útiveru, heldur en þann hluta sólarhringsins sem fólk er alla jafna bundið inniveru, í raflýstum húsum.

Halda áfram að lesa

AI: „Assumed intelligence“

Birt á Facebook 15.11.2025

Af því ég hangi í flugstöðinni í Skopje og bíð eftir fari til Luton langar mig að segja stutta sögu, frekar en gera ekkert.

Þannig er, eins og fram hefur komið í mínu daglega „fjasi“, að ég hef undanfarna daga verið á ráð- og námstefnu um menntun í fangelsum. Ráðstefnan var metnaðarfull, vel skipulögð og um margt gagnleg, enda sátum við á fundum og pallborðum hvern dag frá 9-17, nema fyrir hádegi einn dag, þegar þeim sem vildu bauðst leiðsögn um miðbæinn í Skopje. Myndir úr þeirri göngu hefi eg birt hér á fjasinu. Halda áfram að lesa