Áramótakveðja 2025 Birt þann 31. desember 2025 af Gylfi Þorkelsson Svara Koma önnur áramótin,í andakt tímans vatnaskil.Af fyrri dögum fyllist nótin. Flögrar minning baka til.Grafa nýjan farveg fljótin.Færist sólin hærra‘ á þil. Áfram hvert nú liggur leiðin? Lá í fangið válegt nið? Verður ströng og viðsjál heiðin? Var á götu lokað hlið? Klæðist hlýju nakin neyðin? Náðist göfugt stefnumið? Gott að muna, enn og aftur; allir lifa misjöfn kjör. Þannig enginn er víst skaptur, við öllu hafi lokasvör. Býr í okkur undrakraftur ef við saman stýrum för.