Hér er heildarsafn hefðbundis kveðskapar undirritaðs á árinu 2025. Safnið telur rétt tæpar 300 tækifærisvísur og erindi lengri kvæða, alveg óritskoðað samkvæmt venju.
04.01.25
Ólga er meðal hestamanna á höfuðborgarsvæðinu vegna þeirrar ráðstöfunar sveitarfélaga að banna dreifingu taðs sem gengur undan hrossunum á opin svæði og að nýta það þannig til uppgræðslu. Nú skal taðinu, sem margir kalla hrossaskít, skilað til Sorpu, sem af þessu innheimtir móttökugjald sem er nærri 26 kr. á kílóið.