EPEA er skammstöfun fyrir European Prison Education Association. Samtök þessi eru borin uppi af sjálfboðaliðum, fólki sem er flest í fullri vinnu annarsstaðar, og eiga því allt sitt undir hugsjónum, eldmóði og seiglu einstaklinga, sem í langflestum tilvikum vinna, eða hafa unnið, í fangelsum vítt og breitt um Evrópu. Þar kennir margra grasa; skólafólk, heilbrigðisstarfsfólk, fólk úr stjórnsýslu, fangaverðir, stjórnendur, listamenn o.s.frv. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir: Gylfi Þorkelsson
Af skapvonsku
Af „réttri klukku“
AI: „Assumed intelligence“
Birt á Facebook 15.11.2025
Af því ég hangi í flugstöðinni í Skopje og bíð eftir fari til Luton langar mig að segja stutta sögu, frekar en gera ekkert.
Þannig er, eins og fram hefur komið í mínu daglega „fjasi“, að ég hef undanfarna daga verið á ráð- og námstefnu um menntun í fangelsum. Ráðstefnan var metnaðarfull, vel skipulögð og um margt gagnleg, enda sátum við á fundum og pallborðum hvern dag frá 9-17, nema fyrir hádegi einn dag, þegar þeim sem vildu bauðst leiðsögn um miðbæinn í Skopje. Myndir úr þeirri göngu hefi eg birt hér á fjasinu. Halda áfram að lesa
Þorbjörg Þorkelsdóttir sjötug
Skipulagsslys handa framhaldsskólum
Er menntun besta betrunin
Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um fangelsismál í fjölmiðlum. Þátturinn Kveikur á RÚV 30. janúar sl. var lagður undir málefnið undir fyrirsögninni „Fangar í óboðlegum aðstæðum“, í mörgum þáttum á Samstöðinni og í Heimildinni hefur verið fjallað um stöðu og aðbúnað fanga, og svört skýrsla ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun var til umfjöllunar í flestum fjölmiðlum skömmu fyrir síðustu áramót. Halda áfram að lesa
Samanburður á leikmín. og framlagi í 1. deild karla
TÖLFRÆÐI FRAMFARA OG BÆTINGA – EÐA STÖÐNUNAR OG AFTURFARAR?
Í töflunni sem fylgir hér neðst er skrá yfir ‚mínútur spilaðar‘ og ‚framlag‘ „heimaaldra“ (homegrown), íslenskra leikmanna sem spila meira en 3 mínútur að meðaltali í Bónusdeild karla, eftir 13 umferðir, á yfirstandandandi leiktímabili, 24-25. Einnig eru sýndar sömu tölur fyrir næstliðið leiktímabil, 23-24 (eða það tímabil sem þeir spiluðu síðast, ef þeir spiluðu ekki í fyrra). Öftustu dálkarnir í töflunni sýna samanburð á mínútum og framlagi á yfirstandandi tímabili og „besta“ tímabili leikmannsins á ferlinum (eða síðasta virka). „Afturför“ eða samdráttur er sýndur með rauðum mínustölum en bæting / framför með bláum tölum.