„Enginn er bara fangi eða glæpamaður“

EPEA er skammstöfun fyrir European Prison Education Association. Samtök þessi eru borin uppi af sjálfboðaliðum, fólki sem er flest í fullri vinnu annarsstaðar, og eiga því allt sitt undir hugsjónum, eldmóði og seiglu einstaklinga, sem í langflestum tilvikum vinna, eða hafa unnið, í fangelsum vítt og breitt um Evrópu. Þar kennir margra grasa; skólafólk, heilbrigðisstarfsfólk, fólk úr stjórnsýslu, fangaverðir, stjórnendur, listamenn o.s.frv. Halda áfram að lesa

Af skapvonsku

Birt á Facebook 19.11.2025
Hagsmunapot við heimaþil
hleypir öllu‘ í kekki.
Leyndarhyggjulaumuspil
líða megum ekki.
 
Ég var á kóræfingu og sat í grandaleysi, fyrir upphaf æfingar, með félaga mínum að ræða málefni kórsins og dagskrána framundan, þegar vatt sér að okkur háttsettur opinber aðili og skvetti því framan í mig í vitna viðurvist að ég væri „skapvondasti maðurinn í Bláskógabyggð“, eins og það var orðað. Þetta kom mér vissulega í opna skjöldu, þar sem ég taldi mig vera á nokkuð „vernduðu svæði“ fyrir pólitískum átökum, í mínu frístunda- og félagsstarfi, og varð því svarafátt.

Halda áfram að lesa

Af „réttri klukku“

Birt á Facebokk 8.11.2025
 
Hvorki er ég sérfræðingur né sérstakur áhugamaður um nokkrun skapaðan hlut. En tel mig þó hafa einhverja dómgreind. Á grunni hennar, og ríflega 6 áratuga eigin reynslu, hef ég ályktað sem svo að meiri birta sé betri en minni. Og að betra sé að njóta náttúrulegrar birtu þær stundir sem gefast til frjálsrar útiveru, heldur en þann hluta sólarhringsins sem fólk er alla jafna bundið inniveru, í raflýstum húsum.

Halda áfram að lesa

AI: „Assumed intelligence“

Birt á Facebook 15.11.2025

Af því ég hangi í flugstöðinni í Skopje og bíð eftir fari til Luton langar mig að segja stutta sögu, frekar en gera ekkert.

Þannig er, eins og fram hefur komið í mínu daglega „fjasi“, að ég hef undanfarna daga verið á ráð- og námstefnu um menntun í fangelsum. Ráðstefnan var metnaðarfull, vel skipulögð og um margt gagnleg, enda sátum við á fundum og pallborðum hvern dag frá 9-17, nema fyrir hádegi einn dag, þegar þeim sem vildu bauðst leiðsögn um miðbæinn í Skopje. Myndir úr þeirri göngu hefi eg birt hér á fjasinu. Halda áfram að lesa

Skipulagsslys handa framhaldsskólum

NÝTT STJÓRNSÝSLUSTIG:
Svæðisskrifstofur sérfræðinga fyrir framhaldsskólana
 
Í gær tilkynnti barna- og menntamálaráðuneytið að væntanlegar væru kerfisbreytingar á rekstri opinberra framhaldsskóla. Stefnt væri að því að stofna fjórar til sex svæðisskrifstofur sem tækju við „stjórnsýsluhluta stjórnunar“ skólanna, og einhverju fleiru.
 
Hvað þýðir þetta? Hver er stjórnsýsluhluti stjórnunar?
 

Halda áfram að lesa

Er menntun besta betrunin

Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um fangelsismál í fjölmiðlum. Þátturinn Kveikur á RÚV 30. janúar sl. var lagður undir málefnið undir fyrirsögninni „Fangar í óboðlegum aðstæðum“, í mörgum þáttum á Samstöðinni og í Heimildinni hefur verið fjallað um stöðu og aðbúnað fanga, og svört skýrsla ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun var til umfjöllunar í flestum fjölmiðlum skömmu fyrir síðustu áramót. Halda áfram að lesa

TÖLFRÆÐI FRAMFARA OG BÆTINGA – EÐA STÖÐNUNAR OG AFTURFARAR?

Í töflunni sem fylgir hér neðst er skrá yfir ‚mínútur spilaðar‘ og ‚framlag‘ „heimaaldra“ (homegrown), íslenskra leikmanna sem spila meira en 3 mínútur að meðaltali í Bónusdeild karla, eftir 13 umferðir, á yfirstandandandi leiktímabili, 24-25. Einnig eru sýndar sömu tölur fyrir næstliðið leiktímabil, 23-24 (eða það tímabil sem þeir spiluðu síðast, ef þeir spiluðu ekki í fyrra). Öftustu dálkarnir í töflunni sýna samanburð á mínútum og framlagi á yfirstandandi tímabili og „besta“ tímabili leikmannsins á ferlinum (eða síðasta virka). „Afturför“ eða samdráttur er sýndur með rauðum mínustölum en bæting / framför með bláum tölum.

Halda áfram að lesa