„Þetta er baráttan um Ísland“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í stórfróðlegri heimildamynd í sjónvarpinu um daginn. Það var við hæfi að þessi setning hljómaði einmitt nú, þegar verið er að leggja lokahönd á enn eina sölu landsins í hendur spilltra auðkýfinga. Og í fréttunum „mátti heyra jódyn“ [… ] og sjá „mann og konu ríða með margt hesta ásamt sveinum moldargötuna inn vellina í átt til Kaldadals […]. Þau voru bæði dökkklædd og hestar þeirra svartir.“
Glíman við tungumálið
Hvað annað sem um rímur og rímnahætti má segja eru bragarhættirnir hreint afbragð til að æfa sig í meðferð tungumálsins, til að efla orðaforða, sníða hugsun sinni stakk og koma frá sér, þegar best lætur, meitluðum, vitrænum hendingum. Sléttubönd eru hvað vandmeðfarnasti bragarhátturinn, en lesa má slíkar vísur jafnt aftur á bak sem áfram án þess bragarhátturinn riðlist. Best er ef merkingin snýst við, eftir því hvorn veginn er lesið. Slíkar vísur eru kallaðar „refhverf sléttubönd“. Meðfylgjandi eru nokkrar hringhendar sléttubandavísur, jafnvel dýrari, og þó skáldskapurinn í þeim sé ekki rishár eru þær afrakstur skemmtilegrar glímu höfundarins við tungumálið. Og það er einmitt galdurinn: Að glíma við tungumálið, svo það deyi ekki átakalaust!
Ættfræði: Móðurættin í stuttu máli
Bjarni á Sjöundá átti Gísla sem átti Guðnýju sem átti Sigurð með Stefáni. Sigurður Stefánsson átti Elínbjörgu með Sigríði, dóttur Jóns og Guðrúnar Pálsdóttur Jónssonar, hvern Pálsætt á Ströndum er við kennd. Elínbjörg átti Ragnheiði Ester með Guðmundi Kristmundssyni Meldal, en Ragnheiður Ester er móðir mín.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 9. þáttur
Guðmundur Kristmundsson, afi minn, var fæddur í Ásbjarnarnesi 23. mars árið 1890. Hann var getinn utan hjónabands, „framhjátökubarn“. Kristmundur, faðir hans, var þá kvæntur Helgu Ingibjörgu, fyrri konu sinni, og hún fæddi honum dóttur, Sigurlaugu Margréti, 27. september sama ár, og son, Guðmund, 16 mánuðum seinna, 15. janúar 1892.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 8. þáttur.
Ég skildi við Kristmund Guðmundsson, langafa minn, þegar ég var búinn að rekja nokkuð afkomendur hans af fyrra hjónabandi, 7 börn og niðja þeirra að hluta. Fyrri konan, Helga Ingibjörg Bjarnadóttir frá Skúfi í Norðurárdal, lést í júní 1892, þegar yngsta barnið hennar, Guðmundur, sá er myrtur var síðar í Kanada, var rétt orðinn 6 mánaða.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 7. þáttur.
Frá Sigurlaugu Jóelsdóttur eru margir afkomendur, enda eignaðist hún 14 börn. Í síðasta þætti var hennar kyn rakið til Jóhönnu Dagbjartar Jónsdóttur í Hnausakoti. Jóhanna eignaðist 9 börn og þegar hefur Jennýjar verið getið og barna hennar. Fimmta barnið var Bryndís Jóhannsdóttir, fædd 1949 á Hvammstanga. Hún býr í Mosfellsbæ, gift Braga Ragnarssyni, vélstjóra frá Hlíð í Súðavíkurhreppi. Sonur þeirra er hinn kunni kvikmyndaleikstjóri Ragnar Bragason, f. 1971. Synir Ragnars og Helgu Rósar Vilhjálmsdóttur eru Alvin Hugi og Bjartur Elí, fæddir 1999.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 6. þáttur
Ekki er hægt að endursegja hér alla Jóelsætt, enda stendur það ekki til. Hins vegar ætla ég nú að draga fram nokkra fleiri ættingja mína, vini og kunningja hér í nágrenninu í Árnessýslu.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 5. þáttur
Fimmta barn Jóels Bergþórssonar var Auðbjörg, fædd 1801 í Efri-Lækjardal. Hún giftist Guðmundi Ketilssyni árið 1828. Árið áður, 1827, eignuðust þau sitt fyrsta barn, Ögn. Sá böggull fylgdi skammrifi að þá var Guðmundur ekki löglega skilinn við fyrri konu sína og var Ögn því í fyrstu kennd Árna Jónssyni, mági Guðmundar, giftum Ketilríði systur hans.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 4. þáttur
Yngsta dóttir Guðrúnar Kristmundsdóttur var Unnur Sigrún, f. 1922 á Smyrlabergi í Ásum. Unnur ólst upp hjá frænda sínum, Guðmundi Kristmundssyni Meldal, afa mínum, og konu hans, Róselíu Guðrúnu Sigurðardóttur (Pálsætt á Ströndum), frá tveggja ára aldri. Þau bjuggu á Höllustöðum og Þröm í Blöndudal, síðan í Litla-Dal í Svínavatnshreppi og loks Auðkúlu.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 3. þáttur
Jóel Bergþórsson – Jóel Jóelsson – Bergþór Jóelsson – Hólmfríður Bergþórsdóttir – Kristmundur Guðmundsson, langafi minn.
Kristmundur var 20 barna faðir, fæddur 14. ágúst 1854 á Syðri-Þverá í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu en dó 21. ágúst 1930, nýorðinn 76 ára, í Melrakkadal, þar sem hann bjó lengst af. Í Jóelsætt segir (bls. 147) að hann hafi alist „upp hjá afa sínum, Bergþóri Jóelssyni“ og svo er tekið fram að hann hafi verið „einn af þeim sem hlóðu veggi Alþingishússins 1880“.