Ættfræði: Um Jóelsætt, 7. þáttur.

Frá Sigurlaugu Jóelsdóttur eru margir afkomendur, enda eignaðist hún 14 börn. Í síðasta þætti var hennar kyn rakið til Jóhönnu Dagbjartar Jónsdóttur í Hnausakoti. Jóhanna eignaðist 9 börn og þegar hefur Jennýjar verið getið og barna hennar. Fimmta barnið var Bryndís Jóhannsdóttir, fædd 1949 á Hvammstanga. Hún býr í Mosfellsbæ, gift Braga Ragnarssyni, vélstjóra frá Hlíð í Súðavíkurhreppi. Sonur þeirra er hinn kunni kvikmyndaleikstjóri Ragnar Bragason, f. 1971. Synir Ragnars og Helgu Rósar Vilhjálmsdóttur eru Alvin Hugi og Bjartur Elí, fæddir 1999.

Halda áfram að lesa

Ættfræði: Um Jóelsætt, 5. þáttur

Fimmta barn Jóels Bergþórssonar var Auðbjörg, fædd 1801 í Efri-Lækjardal. Hún giftist Guðmundi Ketilssyni árið 1828. Árið áður, 1827, eignuðust þau sitt fyrsta barn, Ögn. Sá böggull fylgdi skammrifi að þá var Guðmundur ekki löglega skilinn við fyrri konu sína og var Ögn því í fyrstu kennd Árna Jónssyni, mági Guðmundar, giftum Ketilríði systur hans.

Halda áfram að lesa

Ættfræði: Um Jóelsætt, 4. þáttur

Yngsta dóttir Guðrúnar Kristmundsdóttur var Unnur Sigrún, f. 1922 á Smyrlabergi í Ásum. Unnur ólst upp hjá frænda sínum, Guðmundi Kristmundssyni Meldal, afa mínum, og konu hans, Róselíu Guðrúnu Sigurðardóttur (Pálsætt á Ströndum), frá tveggja ára aldri. Þau bjuggu á Höllustöðum og Þröm í Blöndudal, síðan í Litla-Dal í Svínavatnshreppi og loks Auðkúlu.

Halda áfram að lesa

Ættfræði: Um Jóelsætt, 3. þáttur

Jóel Bergþórsson – Jóel Jóelsson – Bergþór Jóelsson – Hólmfríður Bergþórsdóttir – Kristmundur Guðmundsson, langafi minn.

Kristmundur var 20 barna faðir, fæddur 14. ágúst 1854 á Syðri-Þverá í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu en dó 21. ágúst 1930, nýorðinn 76 ára, í Melrakkadal, þar sem hann bjó lengst af. Í Jóelsætt segir (bls. 147) að hann hafi alist „upp hjá afa sínum, Bergþóri Jóelssyni“ og svo er tekið fram að  hann hafi verið „einn af þeim sem hlóðu veggi Alþingishússins 1880“.

Halda áfram að lesa

Ættfræði: Um Jóelsætt, 2. þáttur

Bergþór Jóelsson, langa-, langa-, langafi minn var fæddur 3. febrúar árið 1800 í Efri-Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann ólst upp heima hjá foreldrum sínum, a.m.k. til 16 ára aldurs. Hann kvæntist Guðbjörgu Árnadóttur árið 1835, en hún var dóttir Árna bónda í Helguhvammi og Þórunnar Þorvaldsdóttur, bónda í Krossanesi. Bróðir Guðbjargar var Jón bóndi á Illugastöðum á Vatnsnesi, og þar hófu þau Bergþór búskap sinn. Seinna bjuggu þau á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi og 1845-1860 á Syðri-Þverá. Eftir að Guðbjörg dó 1865 fór Bergþór aftur að Illugastöðum. Hann lést 1888.

Halda áfram að lesa

Ættfræði: Um Jóelsætt, 1. þáttur

Það sem einna skemmtilegast er að ræða við elskulega móður mína, þessi síðustu misserin, er ættfræði – og „gamlir tímar“. Þar er hún enn oftast á heimavelli, þó einstaka leikur fari fram á útivelli. Ég dró því fram 1. bindi Jóelsættar, gruflaði nokkuð í því og tók síðan bókina með mér í heimsókn fyrr í dag. Við mæðginin sátum svo drjúga stund, meðan regnið buldi á glerinu, og reyndum að glöggva okkur á fólki – okkar fólki.

Halda áfram að lesa