Eftir að verkfalli framhaldsskólakennara lauk fyrir bráðum einu og hálfu ári tók við smíð á fyrirbæri sem kallast „nýtt vinnumat“ – og var hluti af þeim kjarasamningi sem samþykktur var í apríl 2014. Kennararnir áttu svo að kjósa sérstaklega um þennan hluta kjarasamningsins í febrúar 2015. Þeir gerðu það – og kolfelldu bastarðinn. Hófst þá vinna við að „sníða af vinnumatinu gallana“ eins og það var látið heita. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Menntamál
Sameining, hagræðing og flutningur stofnana
Nú hefur heyrst að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, vilji sameina þrjá skóla á Norðurlandi, Menntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Tröllaskaga og Framhaldsskólann á Húsavík. Þá hefur kvisast út að hann hyggist sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Halda áfram að lesa
Af almennum félagsfundi
Í gær var haldinn almennur félagsfundur í Félagi framhaldsskólakennara. Fundurinn var haldinn að kröfu um 200 félagsmanna sem undirrituðu skjal þess efnis en skv. lögum FF (11. grein) skal halda slíkan fund tafarlaust ef 10% félagsmanna biðja skriflega um það. Fundurinn var haldinn á sal MH og sendur út á Netinu fyrir þá sem ekki áttu heimangengt. Halda áfram að lesa
Af skurðgreftri
Ég heyrði einu sinni af flokki manna (konur eru líka menn) sem hafði verið ráðinn til þess að grafa skurði, eða rásir, í gegnum mikinn malarkamb svo hægt væri að veita vatni á frjóan, en þurran jarðveg handan kambsins. Til verksins höfðu verkmenn skóflur, ágætar malarskóflur.
Ekki fylgir sögunni hvar á jarðarkringlunni sagan gerðist, en verkið mun hafa verið á vegum hins opinbera þar í landi og um samdist að það teldist fullt dagsverk að grafa 100 metra langan skurð á mánuði, u.þ.b. metersdjúpan og hálfsmetersbreiðan. Halda áfram að lesa
Stjarneðlisfræðingur naglhreinsar
Í fjölmiðlum hefur undanfarið verið fjallað um erfiðleika fólks frá öðrum löndum að fá menntun sína metna hér á landi. Sögð var saga kvensjúkdómalæknis frá Úkraínu sem fær ekki vinnu við hæfi en starfar sem ófaglærður starfsmaður á leikskóla og eiginmaður hennar samlendur, sem er skurðlæknir að mennt, vinnur í eldhúsi á spítala. Halda áfram að lesa
Í nógu að snúast í vetur
„Við gerum bara ráð fyrir því að þetta taki gildi næsta haust og við þurfum að vera reiðubúin með allar námsbrautalýsingar 1. mars og við höfum ekki fengið neinar aðrar dagsetningar, þannig að það verður í nógu að snúast í vetur“. Halda áfram að lesa
Kennarar krefjast engra ofurlauna
Kjarasamningar framhaldsskólakennara runnu út í lok janúar sl. og stéttin er því samningslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert að bjóða, og hefur greinilega ekki umboð stjórnvalda til að gera það sem menntamálaráðherra og fleiri stjórnmálamenn hafa sagt opinberlega að þurfi að gera: að hækka laun kennara. Halda áfram að lesa
Til varnar framhaldsskólunum
Tilvitnun
Kjarasamningar framhaldsskólakennara eru runnir út. Stéttin er því samningslaus. Samningaviðræður hafa engum árangri skilað og deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Hann hefur ekki náð neinum árangri enn. Kennarar funduðu í gær í öllum skólum og mikil samstaða ríkir meðal þeirra um grundvallaratriðin. Launin eru óboðleg og hafa þegar valdið því að fjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið og nýliðun í kennarastéttinni er léleg. Meðalaldur framhaldsskólakennara er 56 ár. Framhaldsskólanemendur munu ekki velja kennaranám að loknu stúdentsprófi þegar þeir sjá að byrjunarlaunin sem nýliðum bjóðast eftir 5 ára háskólanám og masterspróf eru 300.000 krónur. Þeir velja sér annað starfsnám. Yngstu kennararnir munu flýja skólana. Fjöldi kennara fer á eftirlaun á næsta áratug. Engir koma í staðinn og skólarnir standa auðir. Halda áfram að lesa
PISA – Stóridómur er fallinn!
Nú er hafið enn eitt upphlaupið í skólamálaumræðunni á Íslandi. Niðurstöður úr PISA-könnun komu í dagsljósið og það var eins og við manninn mælt: Allir fjölmiðlar voru uppfullir af niðurstöðunum og viðbrögðum við þeim. Mikil speki víða, satt að segja! Halda áfram að lesa
Hverju er brýnast að breyta í skólakerfinu?
Margt gott kom fram hjá Sölva Sveinssyni í Viðtalinu á RÚV. Eitt af því lýtur að umræðu um ónógan sveigjanleika í skólakerfinu. Stjórnmálamenn sjá í því samhengi ekkert annað en vinnutíma kennara og kennsluskyldu. Sölvi benti á lög sem hindra eðlilegt flæði milli skólastiga. Halda áfram að lesa